Færslur: 2007 Júní

25.06.2007 23:52

Fjölskyldan í frí :)

Hæ og hó

Já við litla fjölskyldan erum á leiðinn í smá frí, ætlum að skella okkur norður til Ólafsfjarðar og slappa af þar. Það er sko kominn spenningur í okkur foreldrana, hitta alla þessu frábæru ættingja sem ég á þarna fyrir norðan og svo bara að komast í fjörðinn okkar, manni líður alltaf svo vel þar og kemur endurnærður til baka Á leiðinni norður ætlum við svo auðvita að stoppa hjá henni Sigrúnu sætu í sveitinni hennar, maður hálf skammast sín að vera ekkert búin að heimsækja hana.

En annars er bara allt gott að frétta af okkur, Alexander er alltaf jafn æðislegur og dafnar vel, maður sér hann stækka og þroskast með hverjum deginnum. Loksins fannst snuð sem hann vill taka og er bara orðinn algjör snuddukall sem við erum bara nokkuð ánægð með Ég skellti inn nokkrum myndum sem þið megið endilega skoða


En jæja við skellum inn myndum þegar við komum heim úr fríinu, ætlum sko að reyna að vera dugleg að taka myndir fyrir norðan

18.06.2007 20:29

Strax meira

Já nú eru þið hissa!! hehe....ákvað bara að skella inn nýjum myndum. Lísa var hjá okkur á laugardaginn og sunnudaginn og það var tekið svoldið mikið af myndum og auðvita var best að skella þeim bara beint á netið 


Endilega kíkið á myndirnar og haldið áfram að vera svona dugleg að kommenta, það er svo gaman að lesa það sem þið hafið að segja

16.06.2007 16:55

4 mánaða kútur

Halló öll

Ég biðst afsökunar á því hvað það er langt síðan við settum inn myndir en við bætum úr því með því að setja inn helling núna En annars höfum við það bara alveg rosa gott. Alexander Óli er 4 mánaða í dag og stækkar vel. Ég fór með hann í viktun í síðustu viku og þá var hann orðinn 6395 grömm....ekki slæmt. Hann er líka mjög duglegur að drekka og svo finnst honum grauturinn sinn sko ekki vondur
 Enda sjáði þið að hann er kominn með nokkuð myndarlegar bollukinnar

En annars er nú ekki mikið að frétta, við ætlum að skella okkur norður í endann á mánuðinum, Kári er að vinna svo mikið að það verður sko gott fyrir hann að fá smá frí, stefnum á að fara norður á miðvikudegi og svo fer það bara eftir veðri og öðru hvenar við nennum aftur heim

En jæja litli stubburinn er vaknaður og amma og afi í suðurás eru farin að bíða eftir okkur.....

  • 1

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58513
Samtals gestir: 11958
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 04:27:35